RANNSÓKNIR

Vísindi náttúrunnar

Líftækni er vísindagrein sem notar líffræðileg kerfi, lífverur eða hluta af þeim, til að þróa vörur eða búa til nýjar. BIOEFFECT var stofnað af þremur íslenskum vísindamönnum þegar þeir uppgötvuðu eftir áratuga rannsóknir aðferð til að framleiða prótín, þar á meðal EGF (Epidermal Growth Factor), í byggi fyrir tilstilli líftækni og þar með var komin fyrsta og eina vörutegundin með þessum merkilegu prótínum sem unnin eru úr byggi.

Allt er vænt sem vel er grænt

Byggið er sú planta, með margbreytileika sínum og eðlisþáttum, hentaði líftækni okkar fullkomlega. Vistfræðilega hannaða gróðurhúsið okkar er staðsett í hraunbreiðum Reykjanesskagans og þar er hægt að rækta allt að 130.000 byggplöntur í senn. Byggið er ræktað í vikri með hjálp jarðvarma og vökvað með tæru íslensku vatni með viðbættum næringarefnum.

RANNSÓKNARNIÐURSTÖÐUR

BIOEFFECT hefur gert ríflega 50 vísindalegar innanhússrannsóknir, sem flestar eru tvíblindar lyfleysu-stýrðar rannsóknir, á virkni. Þær taka allt frá 2 mánuðum og upp í 3 ár. Niðurstöður rannsóknanna sýna, svo ekki verður um villst, að með því að bera EGF prótínið á húð má draga verulega úr öldrun hennar. Virknirannsóknirnar eru einnig studdar af sjálfstæðum klínískum rannsóknum. Í sjálfstæðri tvíblindri rannsókn, þar sem EGF Serum var aðeins borið á helming andlits til að fá skýran samanburð, sýndi BIOEFFECT EGF Serum fram á:
30% aukningu í þéttleika húðar
60% aukningu í þykkt húðar* *Sjálfstæð tvíblind vísindarannsókn þar sem serumið var aðeins borið á helming andlits til að fá skýran samanburð og 29 konur notuðu BIOEFFECT EGF Serum tvisvar á dag í tvo mánuði. Niðurstöður voru kynntar á tólftu Anti-Aging Medicine-heimsráðstefnunni í Mónakó, 2014.