Um BIOEFFECT


BIOEFFECT er þróað og framleitt á Íslandi. Fyrir okkur stendur "Made in Iceland" fyrir einstakan hreinleika, gæði og virðingu fyrir umhverfinu. . .

Frábær árangur BIOEFFECT á erlendri grundu byggir á íslenskum frumkvöðlaanda og þrotlausri vinni ástríðufullra vísindamanna. Markmið BIOEFFECT er að vinna í sátt við umhverfið að þróun og framleiðslu á hágæða húðvörum sem eru einstakar í sinni röð í heiminum.


10 ára líftæknirannsóknir

Árið 2001 stofnuðu þrír vísindamenn ORF Líftækni. Markmið þeirra var að nota byggplöntuna til að framleiða hreinni og virkari frumuvaka fyrir læknisfræðirannsóknir og lyfjaþróun. Þeir völdu bygg vegna þess að það er líffræðilega einangrað kerfi og vegna þess að byggfræið er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel til þess fallið að framleiða og geyma viðkvæm prótín eins og frumuvaka.

Árið 2005 hafði þeim tekist að þróa nýtt kerfi til að framleiða hreina frumuvaka, án svokallaðra endótoxína, í byggfræjum.

Árið 2009 var dótturfyrirtækið Sif Cosmetics stofnað til að þróa og markaðssetja húðvörur sem innihalda frumuvaka.

Árið 2010 voru EGF Húðdropar ™ fyrst kynntir á íslenskum markaði. BIOEFFECT eru fyrstu vörurnar á heimsvísu sem innihalda frumuvaka úr manninum sem framleiddir eru í plöntum. Viðtökurnar voru einstakar og um ári seinna notuðu yfir 30% íslenskra kvenna yfir þrítugu Húðdropana ™.

Árið 2015 er BIOEFFECT orðið eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. BIOEFFECT vörurnar eru seldar í yfir 1000 verslunum í 25 löndum.


Nóbelsverðlaunað innihaldsefni

Lykillinn að virkni BIOEFFECT® húðvaranna er EGF frumuvakinn (e. Epidermal Growth Factor). Uppgötvun á EGF frumuvakanum og mikilvægu hlutverki hans í líffræði húðarinnar skilaði dr. Stanley Cohen Nóbelsverðlaunum í læknisfræði árið 1986. Þúsundir vísindagreina hafa síðar birst um EGF frumuvakann og hlutverk hans í endurnýjun húðfrumna, sáragræðingu og framleiðslu kollagens og elastíns.


Græn líftækni

BIOEFFECT® húðvörurnar eru fyrstu húðvörurnar í heiminum sem innihalda frumuvaka sem framleiddir eru í plöntum. Með einstakri líftækni eru frumuvakarnir, sem eru náttúrulegur hluti af líffræði mannslíkamans, framleiddir í fræi byggplöntunnar. Þessi einstaka, græna líftækni tryggir hreinleika og virkni frumuvakanna í BIOEFFECT vörunum


DNA

DNA er stafróf erfðanna sem öll gen eru skrifuð með. Líta má á genin sem uppskriftir að prótínum sem frumur geta lesið. Til að framleiða EGF í byggfræjum var genið með uppskriftinni að EGF „þýtt“ yfir í erfðafræðilega „mállýsku“ byggsins. Síðan var búið til bygggen í tilraunaglasi sem inniheldur upplýsingar um hvernig á að búa til EGF. Nýja geninu var svo komið fyrir í byggplöntu sem getur þá búið til nákvæmt afrit af því EGF sem er að finna í húð mannsins.


Gróðurhús

Græna smiðjan er 2.000 fermetra hátæknigróðurhús ORF Líftækni, móðurfélags Sif Cosmetics, í Grindavík. Allt bygg sem notað er til framleiðslu á BIOEFFECT húðvörunum er ræktað í Grænu smiðjunni. Byggið er ræktað í vatnsrækt í hreinum Hekluvikri, vökvað með hreinu íslensku lindarvatni og öll orka sem notuð er í gróðurhúsinu til upphitunar og lýsingar er endurnýjanleg.


EGF frumuvaki

EGF (epidermal growth factor) og aðrir frumuvakar virka sem skilaboð á milli frumna í líkamananum. EGF þekkir og binst við ákveðinn viðtaka á yfirborði húðfrumna. Við það fer í gang flókið sameindaferli sem leiðir til þess að skilaboðin berast til kjarna frumunnar sem líta má á sem nokkurs konar stjórnstöð. Í kjarnanum er svo unnið úr skilaboðunum og fruman setur í gang ýmsa verkferla, m.a. til að gefa frumunni boð um að auka framleiðslu kollagens og elastíns.