SAGAN

Upphafið

BIOEFFECT var stofnað á Íslandi af þremur íslenskum vísindamönnum þegar þeir uppgötvuðu eftir áratuga rannsóknir aðferð til að framleiða prótín í byggi. Eitt þessara prótína er EGF (Epidermal Growth Factor) en það er eitt mikilvægasta prótínið í húð okkar, en það ýtir undir framleiðslu kollagens og elastíns til að viðhalda þéttri og heilbrigðri húð.

Markmiðið

Að endurheimta og viðhalda náttúrulegum æskuljóma og heilbrigði húðarinnar með hreinum, virkum innihaldsefnum og öflugri líftækni. Áskorunin hefur alltaf verið sú að greina hvað húðfrumur þurfa á að halda til að geta unnið betur og hvernig við getum fært þeim það sem upp á vantar til að þær geti starfað á heilbrigðan hátt.

Flaggskipið

Flaggskipið, BIOEFFECT EGF Serum, kom fyrst á markað á Íslandi í maí 2010. Síðan þá hefur BIOEFFECT slegið í gegn á alþjóðavísu og er selt í verslunum um allan heim. Vörulínan hefur einnig stækkað og á næstu árum mun úrvalið aukast enn frekar.