Hvernig þetta byrjaði allt saman

Á persónulegri nótum...

Hvar ólstu upp?

Í Kópavogi og þar gekk ég einnig í skóla. Síðan tók ég B.S.-gráðu í líffræði við Háskóla Íslands.

Hefur þú alltaf haft áhuga á vísindum, hvað vakti áhugann?

Ég hef haft áhuga á vísindum alveg síðan í menntaskóla en ég var einnig mjög upptekinn af því að búa til eitthvað gagnlegt. Faðir minn var mér hvatning en hann var frumkvöðull og var alltaf leita nýrra leiða og stofna fyrirtæki. Hann var svo skapandi og það hvatti mig til dáða, ég vildi vera nota vísindin vel og gera gagn.

Vegferð þín með vísindunum, menntunin og rannsóknirnar tóku mörg ár og þú hlýtur að hafa rekist á hindranir. Hvað hélt þér gangandi?

Við þekkjum öll sögnina að redda. Margir hafa reynt að útskýra þetta og þýða en það merkir í raun að það skiptir ekki máli hversu alvarlegar aðstæðurnar eru, þetta blessast alltaf og það finnst leið til að leysa málin, meira að segja þótt það sé á síðustu stundu. Þetta er séríslenskt einkenni og það kunna ekki allir útlendingar sem vinna með Íslendingum að meta það. Þeir eru kannski að tapa sér en við segjum bara: „Þetta reddast,“ eða „Þetta verður allt í lagi.“ Við gefumst einfaldlega ekki upp.

Hvað annað einkennir íslenskt eðli að þínu mati?

Við erum ægilega bjartsýn og ákveðin. Við urðum að vera það því lífið á Íslandi var mjög erfitt. Um 1200 var fólksfjöldinn um 30.000 manns og 500 árum síðar var hann ennþá 30.000 manns. Fólk var einfaldlega bara að lifa af. Skapgerð okkar er sterklega mótuð af miklum árstíðasveiflum. Við vitum aldrei hvernig næsta árstíð verður sem þýðir að við verðum að gera eins mikið og við getum úr sumrinu til að lifa veturinn af.

Að lokum, segðu okkur frá hvaða vörur þú notar við þína húðumhirðu?

Fyrir utan að prófa allar nýjar vörur frá BIOEFFECT þá nota ég BIOEFFECT EGF Serum þrisvar í viku. Þegar ég er á ferðalögum tek ég líka BIOEFFECT EGF Day Serum með mér því flugvélar og þurrt umhverfi getur farið illa með húðina.

Uppáhaldsvörur
dr. Björns

BIOEFFECT EGF Serum
BIOEFFECT EGF Serum
from 5.900 kr. / 2 stærðir
Kaupa