BIOEFFECT GRÓÐURHÚSIÐ

Frá fræi til húðvara

Í vistvæna hátæknigróðurhúsinu okkar í Grindavík, á svæði sem kallað er Reykjanes UNESCO Global Geopark, ræktum við allt að 130.000 byggplöntur í einu á 2.000 fermetrum. Í byggplöntunum framleiðum við meðal annars EGF (Epidermal Growth Factor), virka innihaldsefnið sem við notum í BIOEFFECT húðvörurnar. Plönturnar vaxa og dafna í 30 daga í virkri úr eldfjallinu Heklu og eru vökvaðar með tæru íslensku vatni úr næstu uppsprettu. Grunnvatnið er ein af dýrmætustu auðlindum okkar Íslendinga. Það hefur fengið umhverfisvænustu hreinsun sem hugsast getur með því að seytla í gegnum jarðlög landsins á löngum tíma og því er engin þörf á að hreinsa það frekar með efnum. Við notum íslenska vatnið í okkar vörur til þess að tryggja sem hreinustu blöndun á innihaldsefnum okkar, en íslenska vatnið og EGF-ið sem við ræktum í bygginu er það sem gerir BIOEFFECT húðvörurnar einstakar.