Gróðurhúsið

Náttúruleg Vísindi

Ísland er land mikilla andstæðna: magnað landslagið - jöklar, hraun og eldfjöll - og harðir langir vetur gera alla ræktun erfiða. Sem betur fer er mikil jarðvarmavirkni á landinu og það hefur gert okkur kleift að rækta plöntur allan ársins hring í gróðurhúsum sem eru hituð upp með sjálfbærum jarðvarma.

Vistfræðilega hannaða gróðurhúsið okkar, sem er 2000 fermetrar að stærð, er staðsett í hraunbreiðum Reykjanesskagans og þar er hægt að rækta allt að 130.000 byggplöntur í senn. Í byggplöntunum ræktum við prótínin t.d. EGF (Epidermal Growth Factor) og vaxa þær í ríkulegu magni af vikri með tæru íslensku vatni að viðbættum næringarefnum.