Þegar við tölum um hreinleika er merkingin sem býr að baki margþætt. Hreinleiki er grunnstoð í allri okkar starfsemi:

vörurnar okkar innihalda eins fá efni og mögulegt er. Vatnið sem við notum er upprunnið úr íslenskum náttúrulindum og hefur síast og hreinsast í gegnum jarðlög á leið sinni til yfirborðs. Hátæknigróðurhúsið okkar er knúið orku frá endurnýjanlegum auðlindum.

Þetta er okkar skilgreining á hreinleika — skilgreining á starfi BIOEFFECT.

Íslenskt vatn – tær húðvara

Vatn er ómetanleg auðlind. Við notum hreint íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Þetta náttúrulega ferli skilar einstaklega hreinu og mjúku vatni sem fer húðina mildum höndum.

Náttúruleg afurð – náttúruleg húðvara

Vísindateymið okkar notar líftækni til að framleiða EGF, sem er jafnframt það fyrsta í heiminum sem unnið er úr plöntum. EGF úr byggplöntum er náttúruleg og sjálfbær afurð frá vistvæna gróðurhúsinu okkar á Reykjanesi.

Fá innihaldsefni – óspillt húðvara

Vörurnar okkar innihalda eins fá efni og mögulegt er, og aðeins þau sem húðin þarf náttúrulega og raunverulega á að halda. Því eru allar vörur BIOEFFECT hreinar, öruggar og eiturefnalausar og henta öllum húðtegundum – meira að segja mjög viðkvæmri húð.

0% Alkóhól - ilmefni - sílíkon – hrein húðvara

Okkar markmið er að allar vörur BIOEFFECT henti öllum húðtegundum – meira að segja mjög viðkvæmri húð. Allar vörurnar okkar eru eiturefna-, lyktarefna-, þalat- og parabenalausar.

Vistvæn vara – vistvæn húðvara

Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að finna sjálfbærari og vistvænni lausnir á allri okkar starfsemi. Nær allar okkar umbúðir eru endurvinnanlegar.