Sumarkaupauki
Nú fylgir glæsilegur sumarkaupauki (virði 9.500 kr.) ef þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira: EGF Serum 5ml og tveir Imprinting Hydrogel andlitsmaskar í handhægri BIOEFFECT tösku.


UPPLIFÐU LANGVARANDI RAKA


Segðu bless við þurra húð með nýja BIOEFFECT Hydrating Cream, ilmefna- og olíulaust rakakrem sem inniheldur tært íslenskt vatn, EGF úr byggi, rakagefandi hýalurónsýru og öflug andoxunarefni til að veita húðinni djúpan og langvarandi raka. Formúlan er einstaklega létt og gengur hratt inn í húðina sem verður mjúk og áferðarfalleg á eftir.
BIOEFFECT Hydrating Cream
Í vísindalegri innanhússrannsókn þar sem þátttakendur báru Hydrating Cream á hálft andlitið sáu vísindamenn BIOEFFECT að:

- Rakastig húðar jókst um allt að 35% eftir aðeins tvö skipti þegar það var borið á hreina húð

- Aukningin í raka hélst í húðinni 12 tímum eftir síðustu notkun og jafnvel eftir að þátttakendur höfðu hreinsað húðina

- Það þýðir að ef þú berð kremið á húðina á morgnanna helst húðin í góðu rakajafnvægi allan daginn og jafnvel lengur
BIOEFFECT Hydrating Cream
SANNKÖLLUÐ RAKASPRENGJA

Lykillinn að rakagefandi virkni Hydrating Cream rakakremsins eru samlegðaráhrif innihaldsefnanna, þá sérstaklega hvernig EGF vinnur með rakagjöfunum til að hámarka raka húðar, styrkja varnir hennar og hjálpa henni að halda lengur í raka.

EGF er afar öflugt prótín í húð okkar. Auk þess að draga úr hrukkum og fínum línum er það einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda rakajafnvægi húðarinnar með því að hvetja til framleiðslu á náttúrulegri hýalúrónsýru. Hýalúrónsýra hefur ótrúlega rakagefandi hæfileika og megintilgangur hennar í líkamanum er að bindast vatni. Hún er því frábær rakagjafi fyrir allar húðgerðir.

E-vítamín er eitt öflugasta andoxunarefni húðarinnar. Magn þess í húð okkar getur minnkað með tíð og tíma. Það er nauðsynlegt vopn í baráttunni við sindurefni auk þess að bæta húðáferð og litarhaft. Barley Seed Extract veitir einnig andoxandi vörn vegna þess að það inniheldur ríkt magn fenóla og flavóníða sem eru öflug andoxunarefni úr plönturíkinu.
BIOEFFECT Hydrating Cream BIOEFFECT EGF Essence
HÁMARKAÐU RAKA HÚÐARINNAR MEÐ SKOTHELDRI HÚÐRÚTÍNU

BIOEFFECT Hydrating Cream frábær viðbót við BIOEFFECT húðrútínuna því það má nota bæði kvölds og morgna, eitt og sér eða yfir uppáhalds BIOEFFECT serumið til að auka raka og næringu. Raki er lykillinn að heilbrigði húðarinnar og allar húðgerðir þurfa á raka að halda! Gott er að búa til húðrútínu þar sem þú notar nokkrar rakagefandi vörur saman hver ofan á aðra til að byggja upp raka.

SKREF 1
Hreinsaðu húðina á mildan en áhrifaríkan máta með Micellar Cleansing Water, sem inniheldur líka tært íslenskt vatn og ertir því ekki húðina. Bleyttu bómullarskífu með hreinsivatninu og strjúktu yfir andlitið til að fjarlægja óhreinindi án þess að strípa húðina af sínum náttúrulegu olíum.

SKREF 2
EGF Essence er fullkomið rakagefandi grunnlag sem hægt er að nota undir allar aðrar húðvörur. Það veitir ekki aðeins mikinn og djúpan raka, þökk sé íslensku vatni og rakagefandi glýseríns, heldur inniheldur það líka okkar einstaka EGF sem hjálpar húðinni að halda enn lengur í rakann.

SKREF 3
Endurnærðu húðina með hinum margverðlaunuðu EGF Serum húðdropum sem innihalda aðeins 7 innihaldsefni til að draga úr hrukkum og fínum línum, auka raka og endurvekja unglegt yfirbragð húðarinnar.

SKREF 4
Tryggðu gott rakastig húðarinnar allan daginn með Hydrating Cream. Olíu- og ilmefnalaust rakakrem sem inniheldur aðeins 16 innihaldsefni sem veitir djúpan og langvarandi raka ásamt því að gera húðina mjúka og áferðarfallega. Það er án silíkons, alkóhóls og parabena.  

SKREF 5
Frískaðu upp á húðina og gefðu henni skot af raka yfir daginn með OSA Water Mist. Það inniheldur smásameindir af hýalúrónsýru sem ganga hratt inn í húðina og draga til sín raka.  

Sjáðu rútínuna í heild sinni:

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu. Lesa persónuverndarstefnu
×
Welcome Newcomer