Sumarkaupauki
Nú fylgir glæsilegur sumarkaupauki (virði 9.500 kr.) ef þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira: EGF Serum 5ml og tveir Imprinting Hydrogel andlitsmaskar í handhægri BIOEFFECT tösku.


UNDRAEFNIÐ EGF

 
Í ár fögnum við því að heill áratugur er liðinn frá því að byltingarkenndu EGF Serum húðdroparnir komu á markað og ollu straumhvörfum á húðvörumarkaði. Vísindamenn BIOEFFECT uppgötvuðu einstaka aðferð við að rækta sértæk prótín í plöntum og hefur hún hefur breytt húðvöruframleiðslu til framtíðar.

Markmið BIOEFFECT er að nýta líftæki við þróun á vörum sem endurnæra húðina og viðhalda náttúrulegri og heilbrigðri ásýnd hennar. Í framleiðslu BIOEFFECT eru eingöngu notuð heilnæm og hrein innihaldsefni sem gefa sannanlegan og sýnilegan árangur.

BIOEFFECT EGF Barley
LYKILLINN AÐ HEILBRIGÐRI HÚÐ

Kjarni BIOEFFECT varanna er hið óviðjafnanlega EGF (Epidermal Growth Factor) sem við ræktum úr plöntum. EGF er prótein sem finnst í húð og örvar endurnýjunarferli húðfruma auk þess sem það eykur framleiðslu kollagens og elastíns sem hjálpa húðinni að viðhalda heilbrigði sínu, þéttleika og ljómandi yfirbragði.

En hvað er EGF. EGF er prótein sem finnst í húðinni við fæðingu og þegar við skoðum húð ungbarna þá er hún unaðslega mjúk og þétt og grær sérstaklega hratt og vel. Það er EGF-ið í húðinni sem gerir þetta. Þegar við eldumst dregur verulega úr framleiðslu þessa próteins og það hægir á allri eðlilegri viðgerðarstarfsemi og endurnýjunarferli húðfrumna. Það slaknar á húðinni, hún byrjar að þynnast og fínar línur og hrukkur fara að myndast. En þegar EGF er borið á yfirborð húðarinnar skilar virkni þess sér til allra frumna, endurnýjar náttúrulegar birgðir húðarinnar af EGF og hægir þannig á öldrun húðarinnar.
BIOEFFECT EGF Serum
Vísindamenn hafa þekkt eiginleika EGF próteinsins í áratugi og áttað sig á mikilvægi þess fyrir framleiðslu húðvara. Það er hins vegar flókið og dýrt að rækta það á öruggan hátt. BIOEFFECT er brautryðjandi á heimsvísu þar sem okkar EGF var hið fyrsta sem framleitt er í plöntum. Með því að rækta það í byggplöntum er BIOEFFECT EGF hreinna og stöðugra en það sem ræktað er með öðrum hætti – sem gerir það fullkominn valkost fyrir húðvörur.

BIOEFFECT hefur þróast mikið síðastliðinn áratug en grunngildin okkar og markmið eru enn þau sömu: áframhaldandi rannsóknir og þróun til að móta framtíðina varðandi umhirðu húðar.


BIOEFFECT EGF Limited Edition Black Barley
Sala á afmælisútgáfunni hefst í september 2020 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu. Lesa persónuverndarstefnu
×
Welcome Newcomer