Sumarkaupauki
Nú fylgir glæsilegur sumarkaupauki (virði 9.500 kr.) ef þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira: EGF Serum 5ml og tveir Imprinting Hydrogel andlitsmaskar í handhægri BIOEFFECT tösku.


Meiri raki!


Raki er lykillinn að heilbrigðri og ljómandi húð. Þess vegna erum við sífellt að tala um rakagefandi innihaldsefni bæði veita hámarks raka og hjálpa við að binda þann raka djúpt í húðlögunum.

Gott er að búa til húðrútínu þar sem nokkrar rakagefandi vörur eru notaðar saman hver ofan á aðra til að byggja upp raka. Til dæmis með því að nota rakavatn eins og EGF Essence undir Hydrating Cream rakakremið á morgnanna. Kvöldin eru hinsvegar tíminn til að hámarka rakann og þá mælum við að bera 2 dropa af EGF Serum húðdropunum á hreina húð og bera svo Hydrating Cream ofan á. Þessi tvenna virkar einstaklega vel saman og gengur hratt inn í húðina.  

Í nýlegri vísindalegri innanhússrannsókn skoðuðum áhrifin af þessum tveimur vörum, þar sem þátttakendur báru Hydrating Cream á húðina á eftir EGF Serum í fimm daga, og þá sáu vísindamenn BIOEFFECT þær:
- Juku rakastig húðarinnar um 103% eftir aðeins tvö skipti
- Rakinn hélt áfram að aukast og eftir 4 skipti hafði rakastigið hækkað um 141%

Þegar þú vaknar er húðin því stútfull af raka og hreinlega ljómar af heilbrigði!
BIOEFFECT Hydrating Cream
Lykillinn að þessari virkni eru samlegðaráhrif innihaldsefnanna, þá sérstaklega hvernig EGF vinnur með rakagjöfunum til að hámarka raka húðar, styrkja varnir hennar og hjálpa henni að halda lengur í raka. EGF er afar öflugt prótín í húð okkar. Auk þess að draga úr hrukkum og fínum línum er það einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda rakajafnvægi húðarinnar með því að hvetja til framleiðslu á náttúrulegri hýalúrónsýru. Hýalúrónsýra hefur ótrúlega rakagefandi hæfileika og megintilgangur hennar í líkamanum er að bindast vatni. Hún er því frábær rakagjafi fyrir allar húðgerðir.

Hefur þú prófað að nota EGF Serum húðdropana með Hydrating Cream rakakreminu?

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu. Lesa persónuverndarstefnu
×
Welcome Newcomer