Sumarkaupauki
Nú fylgir glæsilegur sumarkaupauki (virði 9.500 kr.) ef þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira: EGF Serum 5ml og tveir Imprinting Hydrogel andlitsmaskar í handhægri BIOEFFECT tösku.


JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

 

Gefðu gjöf sem virkar með íslensku húðvörunum frá BIOEFFECT. Hvort sem þú ert að dekra við þig eða þína nánustu þá ættir þú að finna eitthvað við hæfi hér.

BIOEFFECT Jól gjafasett

MINNI GJAFIR

Komdu ástvinum þínum á óvart um hátíðirnar með litlum lúxushúðvörum. 

Vissir þú að EGF Serum húðdroparnir eru einnig fáanlegir í minni 5ml flösku? Þannig getur þú gefið þínum nánustu tækifæri til að uppgötva töfra EGF.

BIOEFFECT EGF Serum 5ml (5.850 kr.)

Imprinting Hydrogel Maskinn er fullkominn gjöf fyrir þau sem elska smá dekur. Maskinn veitir djúpan raka og hámarkar virkni EGF svo húðin ljómar af heilbrigði á eftir. 

BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask,
1 maski (1.690 kr.) eða kassi með 6 möskum (9.190 kr.)

 

STÆRRI GJAFIR
 

Undir 15 þúsund 

Kynntu þína nánustu fyrir BIOEFFECT og krafti EGF með þessum frábæru gjafasettum.
 

On-The-Go Essentials settið er afar vinsælt meðal ferðalanga en er líka frábær kynning á BIOEFFECT. Í því er að finna fjórar lúxusprufur – allt sem þú þarft fyrir einfalda en áhrifaríka húðumhirðu

BIOEFFECT On-The-Go Essentials (6.950 kr.)
 

EGF Essentials er hið fullkomna gjafasett fyrir heilbrigða húð. Í því er að finna EGF Serum húðdropa ásamt lúxusprufum af EGF Day Serum og EGF Essence. Saman vinna þessar þrjár vörur á hrukkum og fínum línum og endurnæra húðina.

BIOEFFECT EGF Essentials gjafasett BIOEFFECT EGF Essentials gjafasett (14.600 kr.)

 

Undir 30 þúsund 

Besta gjöfin fyrir unnanda góðra húðvara eru vörur sem skila árangri. Gjafasettin okkar bjóða bæði upp á sparnað og nokkrar af vinsælustu vörum okkar með hámarksvirkni.
  

Power Duo gjafasettið inniheldur allt sem þú þarft fyrir ljómandi andlit og augu. EGF Serum húðdroparnir og EGF Eye Serum draga verulega úr hrukkum og fínum línum, jafna yfirbragð og áferð ásamt því að auka raka húðar.

BIOEFFECT Power Duo gjafasett BIOEFFECT Power Duo gjafasett (19.500 kr.)
 

Total Rejuvenation gjafasettið er eins og lúxus andlitsbað í öskju. Inniheldur 30 Day Treatment sem gæðir húðina nýju lífi og dregur úr einkennum öldrunar auk þriggja Imprinting Hydrogel Maska sem magna áhrifin og veita djúpan raka. Húðin geislar af fegurð á eftir.

BIOEFFECT Total Rejuvenation gjafasett

BIOEFFECT Total Rejuvenation gjafasett (26.600 kr.)

Undir 50 þúsund

EGF Serum afmælisútgáfan er fullkomin gjöf fyrir einhvern sem nú þegar elskar BIOEFFECT. Afmælisútgáfan var gefin í tilefni af tíu ára afmæli BIOEFFECT og unnin í samstarfi við virta íslenska listamanninn Shoplifter / Hrafnhildi Arnardóttur. Hún inniheldur tvöfaldan styrkleika EGF sem framleitt er úr kolsvörtu byggi í gróðurhúsinu okkar í Grindavík. Skyldueign fyrir BIOEFFECT unnendur!

BIOEFFECT EGF Serum Afmælisútgáfa

BIOEFFECT EGF Serum Limited Edition (49.900 kr.)

GJAFIR FYRIR HERRA
 

Við hjá BIOEFFECT leggjum metnað okkar í að búa til húðvörur sem henta öllum því allir eiga heilbrigða og fallega húð skilið. Hér eru tvær vörur sem eru afar vinsælar meðal karlmanna.
  

EGF Essence er frábær vara til að nota eftir rakstur því hún veitir raka, kælir og róar húðina og hálsinn. Auk virka innihaldsefnisins EGF sem dregur úr hrukkum og fínum línum er þetta nærandi andlitsvatn stútfullt af mýkjandi og rakagefandi innihaldsefnum. 

BIOEFFECT EGF Essence (9.990 kr.)
 

Við mælum alltaf með EGF Day Serum fyrir karlmenn því það er létt gelkennd útgáfa af vinsælu húðdropunum EGF Serum og endurnærir húðina án þess að gera hana glansandi. Veitir húðinni mikinn og djúpan raka með fallegri mattri áferð.

BIOEFFECT EGF Day Serum BIOEFFECT EGF Day Serum (13.600 kr.)


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu. Lesa persónuverndarstefnu
×
Welcome Newcomer