Sumarkaupauki
Nú fylgir glæsilegur sumarkaupauki (virði 9.500 kr.) ef þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira: EGF Serum 5ml og tveir Imprinting Hydrogel andlitsmaskar í handhægri BIOEFFECT tösku.


HÚÐUMHIRÐA FYRIR FALLEGAR HENDUR

 

Tíður handþvottur yfir daginn veldur auknu álagi á húðina sem verður þá hættara við ofþornun auk þess sem hendurnar fá á sig þreytulegt yfirbragð, líkt og þær séu vinnulúnar.  Við hjá BIOEFFECT höfum hannað tvennu sem bæði nærir og frískar húð handanna.  Njóttu þess að slaka aðeins á og launa þessum duglegu vinnukonum erfiðið með því að sinna þeim extra vel, einu sinni til tvisvar í viku.

 

Fyrra skref: Frískar og endurnýjar

Bleyttu hendur örlítið og berðu smáskammt (á stærð við baun) af Volcanic Exfoliator á rakar hendurnar. Þetta er náttúrulegur skrúbbur sem mýkir húð og hendur, gerður úr blöndu af íslenskum hraunkristöllum og möluðum apríkósukjörnum. Nuddaðu mjúklega með hringlaga hreyfingum, ekki síst handarbakið og í kringum neglurnar. Skrúbburinn losar um þurra og dauða húð svo það fer að glitta í bjartari og frísklegri húð.

 

Seinna skref: Nærir og endurbætir

Setjið skammt af Body Intensive í lófann og berið á hendurnar. Nuddið vel inn í húðina á handarbaki, milli fingranna og í lófa – og ekki gleyma naglaböndum. Þessi vara inniheldur glýserín sem veitir raka og einnig EGF (Epidermal Growth Factor) sem við vinnum úr byggi. Þetta er áhrifaríkasta blandan til að endurnýja húðina á höndum, fríska hana og laga. Hentar öllum húðgerðum. Áferðin er líkust geli sem auðveldar húðinni að draga efnið í sig.

Þetta er sannkallað dekur fyrir hendurnar sem geta þá snúið aftur til starfa, ferskar og endurnærðar.

 


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu. Lesa persónuverndarstefnu
×
Welcome Newcomer