Sumarkaupauki
Nú fylgir glæsilegur sumarkaupauki (virði 9.500 kr.) ef þú verslar fyrir 20.000 kr. eða meira: EGF Serum 5ml og tveir Imprinting Hydrogel andlitsmaskar í handhægri BIOEFFECT tösku.


Finndu kraftinn í EGF Power Cream

Við kynnum með stolti byltingarkenna nýjung frá BIOEFFECT. EGF Power Cream er einstaklega djúpvirkandi og nærandi andlitskrem sem dregur úr sýnilegum áhrifum öldrunar. Einstök formúlan inniheldur blöndu virkra efna úr plönturíkinu sem vinna á fínum línum, jafna lit og áferð og auka þéttleika húðarinnar. Nú er EGF loksins fáanlegt í andlitskremi!

En hvað er EGF?

EGF stendur fyrir Epidermal Growth Factor en það er prótín sem gegnir mikilvægu hlutverki í húðinni. Frá fæðingu og fram til fullorðinsára framleiða líkamar okkar ríkulegt magn af sértækum prótínum sem stýra frumum og senda þeim skilaboð um að gera við, endurnýja sig eða fjölga sér. EGF er eitt mikilvægasta prótínið í húðinni og hjálpar til við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni til að viðhalda heilbrigðri, þéttri og unglegri húð.

Þegar við náum fullum þroska dregst framleiðsla EGF í húðinni saman sem smám saman hefur áhrif á útlit okkar. Þéttni húðar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn hraðar á breytingaskeiðinu. Húðin byrjar að slappast auk þess sem fínar línur og hrukkur láta á sér kræla. Og það er þar sem EGF húðvörur BIOEFFECT koma inn, en þær fylla á náttúrulegar birgðir líkamans af EGF og endurvekja húðfrumur – og hjálpa þannig til við að hægja á öldrun.
BIOEFFECT EGF Power Cream andlitskrem

Ný kynslóð andlitskrema með kraftmiklum innihaldsefnum

„EGF Power Cream markar nýja kynslóð andlitskrema og boðar ákveðin þáttaskil á húðvörumarkaði. Við höfum þróað flókna og einstaka efnaformúlu þar sem EGF-ið okkar, sem við framleiðum úr byggi, gegnir lykilhlutverki. Við notuðum einnig virk og áhrifarík efni á borð við betaglúkan úr byggi, níasínamíð og órídónín, sem er algjört undraefni fyrir húðina. Í sameiningu styðja og efla þessi einstöku efni náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar. Nýja andlitskremið er afurð áralangrar rannsókna- og þróunarvinnu. Með miklu stolti getum við loksins kynnt EGF Power Cream til sögunnar,“ segir Dr. Björn Örvar, einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóri vísinda og viðskiptaþróunar.

EGF úr byggi er lykilhráefni okkar hjá BIOEFFECT. Það eykur raka húðarinnar, ýtir undir náttúrlega framleiðslu hennar á kollageni og viðheldur sléttri, heilbrigðri og þéttri ásýnd hennar.

Óridónín er nýtt og spennandi innihaldsefni sem hefur græðandi eiginleika og dregur úr skaðlegum áhrifum sindurefna. Það hefur einnig svipuð áhrif á húðina og EGF, dregur úr fínum línum og eykur þéttleika og teygjanleika húðar. Með því að para þessi tvö öflugu innihaldsefni saman erum við að hámarka þessi áhrif.

Níasínamíð, einnig þekkt sem B3 vítamín, bætir ásýnd og áferð húðar, jafnar húðlit og eykur ljóma ásamt því að draga úr hrukkum og fínum línum.

Síðast en ekki síst, betaglúkan sem er sefandi innihaldsefni sem er unnið úr bygginu okkar og býr yfir öflugum andoxandi eiginleikum til að styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar auk þess sem það dregur úr roða og ertingu.
BIOEFFECT EGF Power Cream andlitskrem
Í sameiningu styðja innihaldsefnin við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar og draga úr sjáanlegum öldrunaráhrifum. EGF Power Cream má nota kvölds og morgna, eitt og sér eða samhliða þínum eftirlætis serumum frá BIOEFFECT.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu. Lesa persónuverndarstefnu
×
Welcome Newcomer