15 ár í blóma.
Við blómstrum af gleði um leið og við fögnum 15 árum af vísindum og virkni með sérútgáfu af okkar allra vinsælustu vöru, EGF Serum. Afmælisútgáfan inniheldur okkar margverðlaunaða EGF Serum (30 ml) og þrjár lúxusprufur af áhrifaríkum BIOEFFECT vörum: EGF Eye Serum (3 ml), EGF Essence (15 ml) og Hydrating Cream (7 ml).
Nýr varasalvi.
Við kynnum nýja útgáfu af BIOEFFECT varasalva. Nýi varasalvinn er rakagefandi og hjálpar til við að halda vörunum vel nærðum, silkimjúkum og fallegum.
Vísindi og virkni.
EGF Power Eye Cream dregur sýnilega úr ásýnd fínna lína og hrukka auk þess að vinna á baugum, þrota og þurrki á áhrifaríkan hátt. Fyrir vikið verður augnsvæðið sléttara og þéttara.
Velkomin í verslun okkar.
Í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi starfar sérþjálfað starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í húðráðgjöf. Þar bjóðum við upp á byltingakennda þjónustu í húðmælingu sem gefur nákvæmar upplýsingar um ástand húðarinnar. Þú greiðir 4.900 kr. fyrir húðmælinguna og notar svo upphæðina upp í vöruúttekt í versluninni. Við hlökkum til að taka á móti þér á Hafnartorgi.